RSK og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda
  • Á hverju hausti sendir RSK frá sér lista yfir kröfur til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda.
  • Þessar kröfur verða til ef launagreiðandi hefur ekki staðið skil á neinum skylduiðgjöldum til lífeyrissjóðs fyrir launþega sína síðasta iðgjaldaár.
  • Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda öðlast forræði yfir kröfunni en hægt er að óska eftir að Lífeyrissjóður Rangæinga yfirtaki hana.
  • Frestur til að óska eftir yfirtöku er almennt 1 mánuður frá fyrsta bréfi.
RSK og Lífeyrissjóður Rangæinga
  • Á hverju hausti sendir RSK frá sér lista yfir kröfur til Lífeyrissjóðs Rangæinga.
  • Þessar kröfur verða til ef launagreiðandi hefur staðið skil á hluta skylduiðgjalda til Lífeyrissjóðs Rangæinga fyrir launþega sína fyrir síðasta iðgjaldaár.
  • Lífeyrissjóður Rangæinga öðlast forræði yfir kröfunni.