Skilagreinar

Skilagrein skal fylgja greiðslu í lífeyris- og séreignarsjóð svo að ljóst sé hvernig bóka eigi greiðsluna, hve mikið er greitt fyrir hvern launþega og fyrir hvaða tímabil. Mikilvægt er að launagreiðandi sendi skilagrein fljótt til vörsluaðila svo að launþegi fái vexti á iðgjöld sín, sem bera vexti frá og með þeim degi sem skilagrein berst.

Undantekning: ef um fastar mánaðarlegar greiðslur er að ræða, skal ekki skila skilagrein.

Skilagreinamöguleikar
 • Senda má skilagreinar rafrænt í gegnum launakerfi og launagreiðendavef.
 • Senda má textaskrá rafrænt í gegnum launagreiðendavef.
 • Senda má aðrar skilagreinar og textaskrár í tölvupósti á launagreidendur@arionbanki.is.  
 • Senda má aðrar skilagreinar og textaskrár til Lífeyrisþjónustu, Túngötu 3, 580 Siglufjörður.

Launagreiðendavefur

Meira um rafræn skil í gegnum launakerfi
 • Hafi launagreiðandi aðgang að launakerfi sem styður rafræn skil, þá er það skilvirkasta og þægilegasta leiðin til iðgjaldaskila.
 • Skilagrein sendist beint úr launakerfinu til sjóðsins sem kemur í veg fyrir tvíverknað og villuhættu.
 • Til að geta skilað rafrænt í gegnum launakerfi þarf að setja inn eftirfarandi slóð: https://www.arionbanki.is/rafskilxml/sendpaymentinfo.aspx (xml gögn).
 • Vakin er athygli á því að launagreiðandi velur sér sjálfur notendanafn og lykilorð ef launakerfið biður um það.
 • Sjá greiðslumöguleika hér
Meira um fastar mánaðarlegar greiðslur án skilagreina
 • Fastar mánaðarlegar greiðslur án skilagreina eru frábær kostur fyrir sjálfstæða atvinnurekendur.
 • Sjá greiðslumöguleika hér.  
Meira um rafræn skil í gegnum launagreiðendavef
 • Rafræn skil í gegnum launagreiðendavef eru skilvirkasta og þægilegasta leiðin hafi launagreiðandi ekki aðgang að launakerfi sem styður rafræn skil og ekki er um að ræða sjálfstæðan atvinnurekanda með fastar mánaðarlegar greiðslur, sjá nánar hér.
 • Sjá greiðslumöguleika hér.