Sagan

Lífeyrissjóður Rangæinga var stofnaður 12. janúar 1971 og voru stofnaðilar samtök vinnuveitenda í Rangárvallasýslu, iðnaðar- og verkamannadeild Verkalýðsfélagsins Rangæings og Bílstjórafélag Rangæinga. Fyrsti formaður stjórnar var kjörinn Hilmar Jónasson en aðrir í stjórn voru Garðar Björnsson, Hilmar Jónsson og Páll Björnsson. Filippus Björgvinsson var framkvæmdastjóri sjóðsins um langt skeið. Hann lét af störfum í árslok 2001 eftir rúmlega 25 ára starf í þágu sjóðsins.

Stærð og fjöldi

Sjóðfélagar eru um 11.000 og stærð sjóðsins rúmlega 11 milljarðar króna.

Starfsstöð

Frá árinu 1978 hefur sjóðurinn haft starfsstöð og aðstöðu í Verkalýðshúsinu, Suðurlandsvegi 3, Hellu. 

Aðildarfélög að sjóðnum

Lífeyrissjóðurinn starfar samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 á grundvelli samkomulags stéttarfélaga og atvinnurekanda frá 19. maí 1969 og 12. desember 1995 og tryggir þau lágmarksréttindi sem þar greinir. Aðildarfélög nú eru Verkalýðsfélag Suðurlands, FIT, Félag iðn- og tæknigreina og Samtök atvinnulífsins.

Arion banki

Eignastýring Arion banka annast rekstur og eignastýringu Lífeyrissjóðs Rangæinga.