Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Á vef Alþingis er að finna lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129 frá 1997.

Fjármálaeftirlitið

Á vef Fjármálaeftirlitsins er að finna helstu lög, reglugerðir, reglur o.fl., er lúta að lífeyrisréttindum og starfsemi lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitið er sjálfstæð ríkisstofnun sem hefur meðal annars eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða.

Landssamtök lífeyrissjóða

Á vef Landssamtaka lífeyrissjóða er að finna helstu lög , reglugerðir o.fl. er lúta að lífeyrisréttindum og starfsemi lífeyrissjóða auk ýmiss fróðleiks um lífeyrismál og starfsemi samtakanna. Landssamtökin eru heildarsamtök lífeyrissjóða sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða starfa samkvæmt sérlögum um lífeyrissjóði. Á vef Landssamtaka lífeyrissjóða má finna upplýsingar um hlutverk samtakanna. Lífeyrissjóður Rangæinga er aðili að Landssamtökum lífeyrissjóða. Þá er Lífeyrissjóður Rangæinga aðili að Samkomulagi um samskipti lífeyrissjóða á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða.

Ábyrgðasjóður launa

Ábyrgðasjóður launa ábyrgist m.a. kröfu lífeyrissjóðs um lífeyrissjóðsiðgjöld sem fallið hafa í gjalddaga á síðustu 18 mánuðum fyrir úrskurðardag gjaldþrots launagreiðanda. Heimilt er að miða við frestdag ef sú niðurstaða er hagstæðari fyrir kröfuhafa. Ábyrgðin takmarkast m.a. við 12% lágmarksiðgjaldi og allt að 4% viðbótariðgjald. Frekari upplýsingar varðandi ábyrgð sjóðsins o.fl. má m.a. finna á vefsíðu Ábyrgðasjóðs launa, www.abyrgdasjodur.is. Þar er hægt að nálgast lög um Ábyrgðasjóð launa nr. 88/2003, reglugerð um Ábyrgðasjóð launa nr. 462/2003, o.fl. Ef sjóðfélagar hafa vitneskju um að innheimt iðgjöld hafi ekki borist sjóðnum verða þeir að tilkynna sjóðnum um það án tafar. Slík tilkynning getur verið forsenda þess að innheimta vangreiddra iðgjalda hefjist.