Réttur til barnalífeyris: hafi sjóðfélagi greitt til sjóðsins í að minnsta kosti 24 mánuði á undangengnum 36 mánuðum eða 6 mánuði á undangengnum 12 mánuðum, myndast réttur til barnalífeyris. Hafi sjóðfélagi notið ellilífeyris eða örorkulífeyris úr sjóðnum sem svarar til að lágmarki 10.000 kr. á mánuði myndast réttur til barnalífeyris.

Greitt vegna barna á framfæri sjóðfélaga v. andláts og örorku: barnalífeyrir er greiddur með hverju barni sjóðfélaga undir 18 ára aldri, ef sjóðfélagi er látinn eða örorkulífeyrisþegi. Fósturbörn, stjúpbörn og kjörbörn sjóðfélaga öðlast sama rétt til lífeyris hafi þau verið á framfæri sjóðfélaga við andlát/orkutap.

Vegna örorku: ef orkutap er minna en 100% skerðist barnalífeyrir í samræmi við örorkuprósentu.

Upphæð barnalífeyris: fer eftir því hvort hann er greiddur vegna örorku eða andláts sjóðfélaga.

  • Ef um örorku sjóðfélaga er að ræða er fullur barnalífeyrir 5.500 kr.* á mánuði með hverju barni sjóðfélaga og er 15.004 kr. á mánuði vegna janúar 2020.
  • Ef um andlát sjóðfélaga er að ræða er fullur barnalífeyrir 7.500 kr.* á mánuði með hverju barni sjóðfélaga og er 20.460 kr. vegna janúar 2020.

*Upphæðir þessar breytast mánaðarlega í hlutfalli við breytingu á vísitölu neysluverðs miðað við grunnvísitölu 173,5 stig.

Greiðslutilhögun: barnalífeyrir er greiddur til framfæranda barns, mánaðarlega, eftirá. Ef barn sjóðfélaga hefur náð 16 ára aldri má greiða barnalífeyri beint inn á reikning barns ef samþykki forráðamanns liggur fyrir.

Umsókn um útgreiðslu: sækja þarf skriflega um barnalífeyri til að útgreiðslur hefjist.