Upphæð ellilífeyris: upphæð ellilífeyris þ.e. áunnin réttindi sjóðfélaga, ákvarðast af því iðgjaldi sem greitt hefur verið til samtryggingar lífeyrissjóðs vegna hans. Áunnin réttindi fyrir greitt iðgjald ráðast af vali hans á lífeyrissjóði, samtryggingarleið og aldri hans þegar iðgjald er greitt. Ef sjóðfélagi greiðir t.d. til Lífeyrissjóðs Rangæinga frá 25-65 ára aldurs og laun sem greitt er af eru hin sömu allan tímann er miðað við að ellilífeyrir nemi að lágmarki 56% af þeim launum.

Hvenær hefjast útgreiðslur: útgreiðslur ellilífeyris hefjast við 67 ára aldur og standa til æviloka.

Hægt er að flýta eða fresta útgreiðslum: heimilt er að flýta töku ellilífeyris til 62 ára aldurs og að sama skapi má fresta töku ellilífeyris um 3 ár. Flýting/frestun hefur áhrif til lækkunar/hækkunar á áætluðum ellilífeyrisgreiðslum. Sjá töflu II í samþykktum sjóðsins.

Greiðslutilhögun: ellilífeyrir er greiddur út mánaðarlega, eftir á, til æviloka.

Umsókn um útgreiðslu: sækja þarf skriflega um ellilífeyri til að útgreiðslur hefjist.

Staðfesting til Tryggingastofnunar: ætli sjóðfélagi að sækja um elllífeyri frá Tryggingastofnun þarf hann áður að sækja um ellilífeyri í öllum lífeyrissjóðum sem hann á réttindi í. Staðfesting á umsókn verður send til Tryggingastofnunar eftir að umsókn um útgreiðslu hefur verið móttekin.