Erlendir ríkisborgarar utan EES og útgreiðsur iðgjalda úr tryggingadeild
 • Geta sótt um að fá iðgjöld úr tryggingadeild endurgreidd þegar þeir flytja frá Íslandi, án vaxta en með verðbótum, sé það ekki bannað samkvæmt milliríkjasamningum, bæði framlag launþega og launagreiðanda.
 • Hafi sjóðfélagi öðlast rétt á framreikningi örorku (venjulega eftir 3 ár) getur endurgreiðsluhlutfallið lækkað.
Erlendir ríkisborgarar innan EES og Bandaríkjanna -  útgreiðslur iðgjalda úr tryggingadeild 
 • Geta ekki fengið iðgjöld úr tryggingadeild endurgreidd þegar þeir flytja frá Íslandi.
 • Það byggir á gagnkvæmu samkomulagi aðildarríkja samningsins um beitingu almannatryggingarreglna gagnvart þeim sem flytjast á milli aðildarríkjanna.
 • Ef aðili er fluttur frá Íslandi þegar að útgreiðslu iðgjalds úr tryggingadeild kemur, þá skal leita til systurstofnana Tryggingastofnunar í viðkomandi landi, en þær eiga að sjá um að senda fyrirspurn til Tryggingastofnunar á Íslandi.
 • Tryggingastofnun óskar þá eftir greiðslusögu/yfirliti frá Greiðslustofu lífeyrissjóða sem veitir upplýsingar úr nafnaskrá lífeyrissjóðanna.
 • Ef í ljós kemur að viðkomandi hefur greitt í lífeyrissjóð hér á landi, sendir Tryggingastofnun afrit af umsókninni á þann sjóð sem viðkomandi hefur síðast greitt í.
 • Sá sjóður sér svo um að áframsenda umsóknina á aðra lífeyrissjóði sem eru aðilar að Samkomulagi um samskipti lífeyrissjóða, ef við á.
 • Lífeyrissjóðurinn tilkynnir síðan umsækjanda um niðurstöðuna.
 • Fylla þarf út sérstök eyðublöð vegna umsókna innan EES.
 • Nánari upplýsingar má sjá inn á vefsíðu Tryggingastofnunar.