Réttur til makalífeyris: maki sjóðfélaga á rétt á makalífeyri við andlát sjóðfélaga hafi hann greitt iðgjald til sjóðsins í a.m.k 2 ár eða notið elli- eða örorkulífeyris úr sjóðnum. Ef sjóðfélagi og maki hans voru með börn á framfæri sínu fyrir andlátið er makalífeyrir greiddur þar til yngsta barnið er orðið 18 ára. Jafnframt er makalífeyrir greiddur ef maki sjóðfélaga er 50% öryrki eða meira og yngri en 65 ára.

Upphæð lífeyris: makalífeyrir er 50% af áunnum lífeyri. Að 3 árum liðnum taka við 2 ár þar sem greiddur er 50% af fullum makalífeyri.

Hve lengi greitt: greitt er til eftirlifandi maka látins sjóðfélaga í a.m.k. 3 ár eftir andlát hans, sjá nánar hér að ofan. Réttur til makalífeyris fellur niður ef makinn gengur í hjónaband á ný, stofnar til sambúðar sem jafna má til hjúskapar, eða stofnar til staðfestrar samvistar, nema kveðið sé á um annað í samþykktum. 
 
Skilgreining: maki telst sá eða sú sem við andlátið var í hjúskap með sjóðfélaga, staðfestri samvist eða óvígðri sambúð, enda hafi fjárfélagi ekki verið slitið fyrir andlát sjóðfélagans. Heimilt er að greiða makalífeyri til aðila sem sannanlega hefur annast heimili sjóðfélaga um árabil fyrir andlát hans.

Greiðslutilhögun: makalífeyrir er greiddur út mánaðarlega, eftir á.

Umsókn um útgreiðslu: sækja þarf skriflega um makalífeyri til að útgreiðslur hefjist.