Útgreiðsludagar og afgreiðslutími
  • Útgreiðsla lífeyris fer fram síðasta virka dag hvers mánaðar.
  • Umsóknir um útgreiðslu ellilífeyris skulu berast sjóðnum eigi síðar en 20. hvers mánaðar svo mögulegt sé að greiða út síðasta virka dag sama mánaðar.
  • Afgreiðsla maka- og barnalífeyris getur tekið allt að 8 vikur og örorkulífeyris allt að 12 vikur. Barnalífeyrir er greiddur út samhliða maka- og örorkulífeyri eftir því sem við á.
Umsóknir og fylgigögn

Allar útgreiðsluumsóknir má nálgast hér, en á þeim kemur fram hvaða fylgigögnum ber að skila inn samhliða umsókn. Útgreiðsluumsókn ásamt fylgigögnum skal senda á utgreidslur@arionbanki.is eða í pósti til Lífeyrisþjónustunnar, Túngötu 3, 580 Siglufirði.

Afgreiðsla umsóknar

Afgreiðsla umsókna getur tekið þó nokkurn tíma þar sem tryggingafræðingur sjóðsins þarf að úrskurða um réttindi umsækjanda til lífeyris úr samtryggingarsjóði. Í tilfellum örorku yfirfer trúnaðarlæknir sjóðsins læknisvottorð og gefur út örorkumat. Loks eru réttindi hjá öðrum sjóðum könnuð. Ef umsækjandi á lífeyrisrétt í öðrum lífeyrissjóðum er umsókn áframsend á viðeigandi sjóði, nema óskað sé eftir öðru.