Fullur tekjuskattur er greiddur af öllum útgreiðslum enda eru þær frádráttarbærar frá skattskyldum tekjum við innborgun í sjóðinn. Lífeyrissjóður Rangæinga sér um að standa skil á staðgreiðslu til ríkisins.

Skattkort

Ef nýta á skattaafslátt til lækkunar staðgreiðslu, þarf að upplýsa um það á umsókn. Heimilt er að nýta skattkort maka 100% ef um samsköttun er að ræða. Jafnframt er heimilt að nýta skattkort látins maka í allt að 9 mánuði frá andláti hans.

Nánari upplýsingar um tekjuskattsprósentur og persónuafslátt má finna á vefsvæði RSK.

Tryggingastofnun 

Leita skal ráðgjafar hjá TR vegna þeirra áhrifa sem útgreiðslur úr lífeyris- og séreignarsjóðum og aðrar tekjur hafa á greiðslur frá TR.

  • Útgreiðslur séreignar lækka ekki ellilífeyrisgreiðslur TR en lækka hins vegar sérstaka uppbót til framfærslu örorkulífeyris TR.
  • Útgreiðslur samtryggingar lífeyrissjóða lækka ellilífeyris- og örorkulífeyrisgreiðslur TR,  þó ekki grunnlífeyri örorkulífeyris TR.
  • Fjármagnstekjur o.fl. lækka ellilífeyris- og örorkulífeyrisgreiðslur frá TR. 

Hér er að finna gagnlegar upplýsingar á vefsíðu Tryggingastofnunar, mikilvægt er að kynna sér þær breytingar sem orðið hafa að undanförnu:

Aðrar skerðingar

Greiðslur úr lífeyris- og séreignarsjóðum geta skert rétt til barnabóta, vaxtabóta og húsaleigubóta sem nemur hækkun á tekjuskattstofni. Greiðslur úr séreignarsjóðum skerða ekki atvinnuleysisbætur.