Ársfundur 15. maí
Stjórn Lífeyrissjóðs Rangæinga boðar til ársfundar sjóðsins fimmtudaginn 15. maí nk. í Verkalýðshúsinu á Hellu, fundarsal á jarðhæð, kl. 20.00. Dagskrá samkvæmt samþykktum sjóðsins.
- Skýrsla stjórnar.
- Kynning ársreiknings.
- Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt.
- Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins.
- Stjórnarkjör, samkvæmt grein 4.1.
- Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins, þegar slíkar tillögur liggja fyrir.
- Laun stjórnarmanna.
- Kjör endurskoðanda.
- Önnur mál.
Tillögur til ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og í skjalinu hér fyrir neðan. Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt og eru hvattir til að mæta.
Tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins
Til baka