03.07.2019

Úrræði um ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði framlengt

Samþykkt hefur verið frumvarp þess efnis að heimilt verði að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði skattfrjálst inn á fasteignaveðlán og til húsnæðissparnaðar í 2 ár til viðbótar þ.e. til 30. júní 2021.

RSK birti nýverið frétt á vefsvæði sínu ásamt því að senda tölvupóst til þeirra sem eru að nýta sér úrræðið. Þar kemur fram að ef vilji er til að halda áfram að nýta sér úrræðið þá þurfi að skrá sig inn á www.leidretting.is og staðfesta áframhaldandi þátttöku í úrræðinu fyrir 30. september 2019.

Athugið að ef ráðstöfun er ekki framlengd fellur hún úr gildi frá og með 1. júlí 2019, þeir sem staðfesta framlengingu fyrir 30. september nk. fá þá greitt uppsafnaða inneign frá og með 1. júlí 2019 inn á lánið sitt en eftir 30. september virkjast ráðstöfun einungis aftur frá þeim mánuði þegar ný umsókn berst RSK og uppsöfnuð inneign er þá ekki greidd inn á lánið.

Heimildirnar eru enn háðar ákveðnum skilyrðum og hámörkum sem má kynna sér nánar á vef RSK í gegnum eftirfarandi hlekki:

Til baka