09.03.2023

Fræðslufundur um starfslok og útgreiðslu lífeyrissparnaðar

Lífeyrissjóður Rangæinga, í samstarfi við Arion banka, býður á fræðslufund 20. og 21. mars um útgreiðslur lífeyrissparnaðar þar sem fjallað verður m.a. um útgreiðslureglur, skattalega meðferð og samspil útgreiðslna við greiðslur frá Tryggingastofnun.

Fræðslufundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Arion, Borgartúni 19 og hægt er að velja á milli tveggja dagsetninga.

  • Mánudaginn 20. mars kl. 17.30
    - einnig í beinu streymi á Facebook síðu Arion
     
  • Þriðjudaginn 21. mars kl. 17.30

Boðið verður upp á léttar veitingar en áætlað er að fundirnir taki rúma klukkustund

Skráning á fundinn á arionbanki.is

Allir velkomnir.

 

Til baka