24.01.2013
Lífeyrissjóður Rangæinga - nú í rekstri og eignastýringu hjá Arion banka
Stjórn Lífeyrissjóðs Rangæinga tók þá ákvörðun s.l. haust að semja við Arion banka hf. um rekstur og stýringu allra eigna sjóðsins. Það er mat stjórnar sjóðsins að með þessari breytingu muni starfsemi sjóðsins eflast og sömuleiðis öll þjónusta við sjóðfélaga og launagreiðendur. Eru sjóðfélagar Lífeyrissjóðs Rangæinga boðnir velkomnir í hóp þeirra fjölmörgu sjóðfélaga sem Arion banki þjónustar.