24.01.2013 10:40

Lífeyrissjóður Rangæinga - nú í rekstri og eignastýringu hjá Arion banka

Stjórn Lífeyrissjóðs Rangæinga tók þá ákvörðun s.l. haust að semja við Arion banka hf. um rekstur og stýringu allra eigna sjóðsins. Það er mat stjórnar sjóðsins að með þessari breytingu muni starfsemi sjóðsins eflast og sömuleiðis öll þjónusta við sjóðfélaga og launagreiðendur. Eru sjóðfélagar Lífeyrissjóðs Rangæinga boðnir velkomnir í hóp þeirra fjölmörgu sjóðfélaga sem Arion banki þjónustar.

Starfsstöð sjóðsins áfram á Hellu – liðsstyrkur víðar
Þrátt fyrir breytingarnar verður starfsstöð sjóðsins áfram á Hellu en Þröstur Sigurðsson framkvæmdastjóri mun hafa aðsetur í Verkalýðshúsinu á Suðurlandsvegi 3 eins og áður. Sími Þrastar er 487 5002 og netfang lifrang@lifrang.is. Skrifstofan er opin kl. 9-16 alla virka daga eða eftir samkomulagi. Hann fær hins vegar liðsstyrk starfsfólks Lífeyrisþjónustu Arion banka í Reykjavík, en þar eru fimm starfsmenn í fullu starfi, þau Gyða Borg, Ester, Guðrún María, Hjördís og Sveinn. Þau sitja fyrir svörum kl. 9-16 alla virka daga. Sími þeirra er 444 7000 og netfanglifeyristhjonusta@arionbanki.is
Kynningarfundur 29. janúar
Kynningarfundur fyrir sjóðfélaga verður haldinn þann 29. janúar næstkomandi kl. 20:00 í Verkalýðshúsinu á Hellu. Farið verður yfir helstu atriði sem koma til með að breytast vegna samstarfsins við Arion banka sem og þróun sjóðsins árið 2012. Eru sjóðfélagar hvattir til að mæta!

Til baka


09.05.2022 08:43

Ársfundur 2022

05.05.2021 11:27

Ársfundur 2021

05.05.2020 11:47

Ársfundur 2020

29.04.2019 14:45

Ársfundur 2019

12.02.2019 14:18

Sjóðfélagayfirlit

10.08.2018 12:51

Sjóðfélagayfirlit

04.05.2018 14:34

Ársfundur 2018

07.02.2018 13:56

Sjóðfélagayfirlit

23.01.2018 12:14

Sjóðfélagafundur

08.09.2017 11:50

Sjóðfélagayfirlit

14.06.2017 14:51

Aukafulltrúafundur 2017

15.05.2017 11:47

Ársfundur 2017

14.02.2017 14:58

Yfirlit sjóðfélaga

09.05.2016 14:02

Ársfundur 2016

30.04.2015 11:11

Ársfundur 2015

06.05.2014 09:21

Ársfundur 15. maí