07.03.2013
Hvernig skrá á fyrirframgreiðslur og annan lífeyrissparnað á skattframtal
Fyrirframgreiðsla viðbótarlífeyrissparnaðar skal færð í kafla 2.3. á tekjusíðunni í línu merkt "Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar" með reitanúmer 143. Greiðslur úr lífeyrissjóðum skal færa í reit 43 og greiðslur úr séreignarsjóðum skal færa í reit 140.
Allar eiga greiðslurnar reyndar að vera forskráðar, en það er vissara að fylgjast með og skrá þær þá ef með þarf.
Upplýsingar um lífeyrisgreiðslur á vefsetri RSK eru á síðunni http://www.rsk.is/einstaklingar/tekjur-og-fradraettir/adrar-tekjur/