08.08.2013

Breytingar á lögum um almannatryggingar frá 1. júlí 2013

Elli-, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar: útgreiðslur samtryggingar úr lífeyrissjóðum hafa ekki lengur áhrif á grunnlífeyri almannatrygginga frá Tryggingastofnun.
Ellilífeyrisþegar: frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkar úr 480.000 kr. í 1.315.200 kr. á ársgrundvelli, þ.e. 109.600 kr. á mánuði.
Talið er að þessar breytingar geti leitt til hækkunar lífeyrisgreiðslna hjá um 15% lífeyrisþega og eru þeir sem eru 67 ára og eldri og hafa ekki þegar sótt um ellilífeyri hjá Tryggingastofnun hvattir til að skoða rétt sinn til greiðslna.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Tryggingastofnunar.

Til baka