Greiðslur úr lífeyrissparnaði, hvað ber að hafa í huga?
Fræðslufundur verður haldinn þriðjudaginn 12. nóvember kl. 17:30 í Arion banka, Borgartúni 19.
Fyrirlesarar verða Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins og Inga Tinna Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Arion banka.
Meðal atriða sem farið verður yfir á fundinum eru, reglur um útgreiðslur lífeyrissparnaðar, skattalega meðferð lífeyrissparnaðar og samspil útgreiðslna úr lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun.
Fundurinn stendur yfir í rúmlega klukkustund og verður boðið upp á léttar veitingar.
Allir velkomnir.
Til baka