Breyting á lögum um útgreiðslu lífeyris
Í janúar sl. varð breyting á lögum um almannatryggingar sem hafa áhrif á umsóknir um lífeyri hjá lífeyrissjóðum. Ákvæðið felur í sér að sjóðfélagar þurfa að sækja um lífeyri fyrst hjá lífeyrissjóðum áður en þeir sækja um lífeyri hjá Tryggingastofnun. Þetta þýðir að ef sjóðfélagi í Lífeyrissjóði Rangæinga velur að sækja um lífeyri frá Tryggingastofnun 67 ára þá verður hann að sækja um lífeyri úr Lífeyrissjóði Rangæinga og öðrum sjóðum, ef við á, frá sama tíma.
Rökin fyrir breytingunum eru að ekki er talið réttmætt að sjóðfélagar geti fengið hærri greiðslur frá Tryggingastofnun eingöngu með því að fresta því að sæka um áunnin lífeyrisréttindi hjá lífeyrissjóðum. Kjósi sjóðfélagar aftur á móti að seinka töku lífeyris þarf það vera gagnvart báðum meginstoðum lífeyriskerfisins á sama tíma.
Staðfestingu á umsókn er hægt að fá í næsta útibúi Arion banka.
Til baka