23.06.2014
Ný aðalstjórn Lífeyrissjóðs Rangæinga
Ársfundur Lífeyrissjóðs Rangæinga var haldinn þann 15. maí sl. Fundurinn fór vel fram og var mæting ágæt. Már Guðnason, lét nú af störfum í stjórn sjóðsins. Eru honum færðar sérstakar þakkir fyrir störf sín í þágu sjóðsins og sjóðfélaga nú um langt skeið. Í stað Más var Guðrún Elín Pálsdóttir kjörin sem nýr fulltrúi frá Verkalýðsfélagi Suðurlands.
Aðalstjórn Lífeyrissjóðs Rangæinga er nú þannig skipuð :
- Óskar Pálsson, formaður stjórnar
- Heimir Hafsteinsson, varaformaður og ritari
- Eydís Þ. Indriðadóttir, meðstjórnandi
- Guðrún Elín Pálsdóttir, meðstjórnandi
Til baka