19.07.2017

Nýr sjóðfélagavefur - Mínar síður

Mínar síður- sjóðfélagavefur Lífeyrissjóðs Rangæinga hefur nú litið dagsins ljós. Þú getur skráð þig inn á Mínar síður með rafrænum skilríkjum. Einnig hefur þú aðgang að Mínum síðum í gegnum Netbanka Arion banka undir Lífeyrissparnaður. 

Á Mínum síðum er meðal annars hægt að fá yfirlit yfir stöðu, sækja um útgreiðslur og afþakka pappírsyfirlit. Aðgerðir eru framkvæmdar í örfáum skrefum og lýkur flestum með rafrænni undirritun. Nánar hér.

Verkefnið felur í sér mikinn ávinning og er liður í því að einfalda ferli og auka aðgengi að upplýsingum á þægilegan og fljótlegan hátt.

Til baka