31.08.2018

Fjármálaráðuneytið staðfestir breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs Rangæinga

Fjármálaráðuneytið hefur staðfest breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs Rangæinga sem samþykktar voru á ársfundi sjóðsins 15. maí sl. Nýjasta útgáfa samþykkta Lífeyrissjóðs Rangæinga sem tekur gildi frá og með 1. september 2018 er nú aðgengileg á vefsvæði sjóðsins.

Helstu breytingarnar á samþykktum sjóðsins snúa að svokölluðum hálfum ellilífeyri, en það er breyting sem veitir sjóðfélögum aukinn sveigjanleika í töku ellilífeyris. Með tilkomu hálfs ellilífeyris býðst sjóðfélögum að taka hálfan ellilífeyri úr sjóðnum og fresta hinum helmingnum sem hækkar í samræmi við frestunartöflur sjóðsins. Jafnframt gætu sjóðfélagar samhliða töku hálfs ellilífeyris frá lífeyrissjóði mögulega nýtt sambærilegt úrræði frá Tryggingastofnun að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

 

 

Til baka