Hálfur ellilífeyrir - breytingar á lögum
Í dag, 1. september taka gildi breytingar á lögum almannatrygginga um hálfan ellilífeyri. Breytingarnar felast einkum í því að úrræðið er háð atvinnuþátttöku umsækjenda, ekki er lengur gerð krafa um lágmarksgreiðslur frá lífeyrissjóðum og hálfur ellilífeyrir er nú tekjutengdur - en um hann gildir þó hærra frítekjumark en um fullan ellilífeyri. Tilgangur breytinganna er að auka möguleika almennings á sveigjanlegum starfslokum en úrræðið felst í samspili þessara þriggja þátta; atvinnutekna, ellilífeyrisgreiðslna frá TR og ellilífeyrisgreiðslna úr lífeyrissjóðum.
Sérstök tímabundin heimild til að skipta af fullum ellilífeyri yfir á hálfan ellilífeyri, gildir til 1. janúar 2021. Lagabreytingar þessar hafa ekki áhrif á þá sem eru nú þegar á hálfum ellilífeyri.
Á vefsíðu Tryggingastofnunar er að finna allar helstu upplýsingar um töku hálfs lífeyris samkvæmt nýju reglunum.
Til baka