Lágmarksiðgjald hækkaði í 15,5% um áramótin
Þann 1. janúar sl. tóku gildi breytingar á lífeyrissjóðalögunum. Breytingarnar fólu meðal annars í sér að lágmarksiðgjald (skylduiðgjald) í lífeyrissjóð hækkaði úr 12% í 15,5% af launum.
Vert er að benda á að framlag launþega, 4%, helst óbreytt en framlag launþega hækkaði úr 8% í 11,5%. Þeim sem eru sjálfstætt starfandi er nú gert skylt að greiða 15,5% iðgjald í lífeyrissjóð.
Launagreiðendur eru hvattir til að senda skilagreinar með rafrænum hætti, í gegnum launakerfi eða launagreiðendavef. Launagreiðendur greiða skylduiðgjöld mánaðarlega í lífeyrissjóð fyrir alla starfandi á aldrinum 16 til 70 ára. Sjálfstætt starfandi ber að standa skil á sínum lífeyrisiðgjöldum.
Til baka