27.06.2024

Ársfundur 2024

Ársfundur Lífeyrissjóðs Rangæinga var haldinn þann 14. maí sl. á Hótel Stracta á Hellu. Fundurinn fór vel fram og var mæting ágæt.

Sú breyting varð á stjórn sjóðsins að Heimir Hafsteinsson lét nú af störfum í stjórn sjóðsins. Eru honum færðar sérstakar þakkir fyrir sín störf í þágu sjóðsins og sjóðfélaga nú um langt skeið. Í stað Heimis var Hilmar Harðarson kjörinn sem nýr fulltrúi frá Félagi iðn- og tæknigreina (FIT).

Fundargerð ársfundar hefur verið birt og er að finna hér á heimasíðu sjóðsins undir flipanum ársfundargögn.

Aðalstjórn Lífeyrissjóðs Rangæinga er nú þannig skipuð:

  • Guðmundur Svavarsson, formaður stjórnar
  • Ólafía B. Ásbjörnsdóttir, varaformaður og ritari
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir, meðstjórnandi
  • Hilmar Harðarson, meðstjórnandi

Til baka