27.06.2025

Frumvarp til umfjöllunar á Alþingi - vegið að íslenska lífeyriskerfinu

Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er varðar víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna, er til umfjöllunar á Alþingi nú um stundir. Ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt og ekki koma til frekari greiðslna úr ríkissjóði til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða þá munu áhrifin verða veruleg, sérstaklega á þá lífeyrissjóði þar sem örorkubyrði er hvað mest og á það við um lífeyrissjóði á samningssviði ASÍ og SA. Stjórnarformenn þeirra sjóða birta hér athyglisverða grein þar sem farið er yfir málavöxtu.

Lesa má greinina hér, vegið að íslenska lífeyriskerfinu.

 

 

 

 

 

 

 

Til baka